Félagslegt

Allsstaðar er gott fólk, boðið í gæða pönnukökur í Murmansk Rússlandi.

Við veljum okkur viðhorf í lífinu.

Það sakar ekki t.d. að ákveða með sjálfum sér að velja daginn í dag sem dag friðarins/hróssins o.sv.frv. Jafnvel fræknir/agaðir/þjálfaðir íþróttamenn lenda í því að upplifa afleita daga inná vellinum m.a. vegna neikvæðrar hugsunar.

Enn og aftur það krefst þjálfunar að temja sér jákvæða hugsun. Við reynum að breyta fólki til að þóknast okkur, sem sjaldnast/aldrei er hægt, eðlilega ekki, enda rangt. Við getum í raun bara breytt hvaða augum við horfum á viðkomandi.

Sömuleiðis eigum við það til að verja okkur með því að ráðast til baka á viðkomandi með tilheyrandi tilsvörum og með mis lélegum árangri. Í staðinn fyrir að "tækla" viðkomandi reyndu að skilja hans afstöðu, rifjaðu upp væntumþykjuna og góðar stundir tengt einstaklingnum.

Prófaðu fyrirgefninguna og fjölgaðu jákvæðum viðhorfum/faðmlögunum og kannaðu svo hvernig þér líður eftir þessa leið að lausninni.

Ýmsar heimasíður til fróðleiks...:

island.is redcross lausnin.is kvíðameðferðastöðin stress.is www.vinnumalastofnun.is 

Janus endurhæfing