Leynist fjársjóður í þínu fyrirtæki. - Farsæl ákvarðanataka.

Hvað skyldu vera teknar margar ákvarðanir af öllu starfsfólki þínu pr. dag, 100, 1000, 10000.... ? Hvert handbragð, hreyfing, orð, skeyti eða viðhorf er byggt á einhverri ákvörðun sem hefur áhrif á alla þætti rekstrar og efnahags. Þess vegna geri ég ráð fyrir því að takmarkið hjá öllum stjórnendum hljóti að vera að hámarka fjölda farsælla ákvarðana pr. dag. En hvað gerir það að verkum að við tökum farsæla ákvörðun ? Ég held að það sé öllum m.a. stjórnendum, starfsmönnum fyrirtækja hollt að svara þeirri spurningu til þess að ná árangri í sínum rekstri, vellíðan starfsfólks skiptir jú öllu máli. Þættir eins og sjálfs-/öryggi-/styrkur/-þekking, fræðsla, upplýsingastreymi, stjórnunarstíll, samskipti starfsmanna hafa eðlilega sitt að segja um farsæla ákvörðunartöku starfsmannsins. Það er ekki sjálfgefið að spurðar séu opnar spurningar ( ekki já og nei svör) innan fyritækja þ.e. á meðal starfsmanna, stjórnunarstíllinn kannski leyfir það ekki. Aðstæður eru mismunandi hjá fyrirtækjum, svörin liggja því einfaldlega hjá stjórnendum og starfsfólkinu sjálfu. Það þarf enga utan aðkomandi fræðinga til að svara fyrir starfsfólkið. Leiðir að lausnum eru endalausar, bara að sækja þær með einfaldri markmiðssetningu og opnum spurningum eins og áður sagði.

Vellíðan starfsmanna

Leynist fjársjóður í þínu fyrirtæki ? Ég spyr vegna þess að við erum svolítið gjörn á að tala um vandamál en ekki leiðir og við tölum líka kannski meira um galla einhvers en ekki kosti. Hvað hugsanlega gerðist ef við snerum hlutfallinu við? Hverfa „gallarnir“ kannski við jákvæðari nálgun ? Hugsanlega getum við gert eitthvað t.d. í gæðastjórnun innan fyrirtækisins til að ná meiru út úr starfsfólkinu þ.e.a.s. þannig að það njóti sín betur, líði betur í vinnunni eða fókusinn settur á gæði afurða. Sem aftur framkallar aukna framleiðni og fleiri farsælli ákvarðanir án þess í raun að kosta neinu til og lágmarka í leiðinni gæðakostnaðinn. Ég held að það sé afskaplega mikilvægt að láta sér líða vel með sjálfum sér, kostum sínum og göllum. Enginn er fullkominn en að sjálfsögðu eigum við að leggja metnað okkar í starfið. Ef tilfinningar okkar í eigin garð eru ósanngjarnar og neikvæðar þá er hætta á því að mannleg samskipti okkar mótist af því lifsviðhorfi. Jákvæðar tilfinningar í eigin garð móta e.t.v. meira umburðarlyndi og ánægaðri samskipti við aðra.

Það er stundum talað um sex dyggðir í lífinu : • *Sköpunargleði/ forvitni/námsvísi/víðsýni • *Hugrekki • *Kærleik og mannúð • *Réttlæti • *Hófsemd • *Andlegan þroska. Ég held að blanda af þessum þáttum inn á heimilinu og innan veggja fyrirtækja, sem sagt í lífinu, skapi aukna velmegun. Það er spurning um að móta meðvitað slíkt viðhorf.

Tækifæri íslensks sjávarútvegs

Tækifæri íslensks sjávarútvegs liggja ekki hvað síst í eigin mannauði eins og áður segir auk þess að nýta þá þekkingu sem liggur fyrir hjá hámenntuðum sérfræðingum Íslands og metnaði þeirra til að aðstoða iðnaðinn til að skara framúr á heimsvísu hvað gæði hráefnis varðar og tæknilausnir.

Skaginn3x hefur undanfarin ár lagt ofur áherslu á lausnir tengt gæðum hráefnis og þar með undirkælingu (-1°C) hráefnis. Ástæðan er einföld, þar sem allar rannsóknir okkar og m.a. sjálfstæðra rannsóknarstofnana eins og Matís, Iceprotein hafa komið fram með ótvíræðar niðurstöður um aukinn ávinning af slíkri meðferð hráefnis. Undanfarin ár hafa Samherji, Eskja og Skinney- Þinganess nýtt sér undirkælingaraðferðina í landi með góðum árangri.

Nú um haust 2017 hafa HBGrandi hf. og Fisk seafood sett byltingarkenndar lausnir frá Skaginn3X um borð í nýbyggðu ferskfiskskipin sín. Skaginn3X m.a. tæknivætt lestina hjá HBGranda skipunum þannig að lestin eru mannlaus í dag.

Einfaldleikinn við það að einbeita sér að gæðum hráefnis leiðir af sér eitt og annað sem mun bæta samkeppnistöðu iðnaðarins á heimsvísu umtalsvert. Hér koma nokkur dæmi um ávinninginn :

• *Aukin nýting hráefnis • *Hagstæðari afurðaskipting • *Aukin afköst • *Hærra afurðaverð • *Hægir á vexti skaðlegra örvera • *Umhverfisvænni flutningsferli án íss • *Umtalsverð lengin geymsluþols

Með því að „nýta“ mannauðinn og auðlindina betur tryggjum við forskot íslensks sjávarútvegs á heimsvísu, bæði hvað gæði og hagkvæmni varðar. 

Sidsel frá Noregi, glímt við krabbamein í mörg ár,
hún dó í ágúst 2014.

What is life about ? What matters ? What is of most value in life ?

As a psyciatric nurse of profession, my first thought was : The basic needs of Human Beeings. That is: Caring/ attention of others in childhood and later, basic needs like food , clothing, activities and atmosphere. The atmosphere is the main big issue, when the other needs are secured,I think. An atmosphere of loving stimulation and bordermarking, to learn to behave and learn to appreciate and cooperate with other people.

To be good in relations, is what really matters but it is the most difficult issue to solve, in my opinion.

To make and take care of good relations, claims a lot of each individual, sensitiveness, truthfulness, wisdom, action or waiting. It very often claims much more than we manage to bring into the fellowship, far over our capacity. So what do we do in such situations ? Maybe there are as many answers as there are people. What I use to do is : I use to talk about my dilemmaes with a friend I trust. It can help to hear anothers point of view. Maybe I can talk directly with the person I struggle with. Maybe the right thing to do is to ask for forgiveness, or maybe the opposite. You manage to forgive even if the person does not ask for forgiveness. When I can not forgive , I use to give it to our Lord Almighty and pray for his power and help. I believe in this method and find strength and more distance to the problem this way, even if the pain in the relation to the person I charge, is still there.

We use measurements for behavior, my main measure is the commandment over all commandments in the Bible, is to love God of all my heart and my neighbor as myself. If I fail, which I often do my main prayer and hope is that God will create something new and nicer through me, something over my capability.

Yes, this is from my „breast“ quite ordinary Sidsel Bergithe.

Maður er sjálfum sér verstur.

Við eigum það til að orkutæma okkur með óþarfa neikvæðri sjálfsgagnrýni, sömuleiðis höfum við endalausar áhyggjur af því hvaða álit aðrir hafa á manni.  Við erum full af svokölluðum hugsanaskekkjum sem nauðsynlegt er að leiðrétta svo við gerum okkur ekki óvirk í daglegu lífi. Stundum er hægt að sannreyna einhverja hugsun t.d. með því að spyrja viðkomandi aðila hreint út eða a.m.k. rökræða við sjálfan sig. "af hverju ætti Gunna að vera fúl út í mig? Af hverju vill hún ekki heilsa mér? Ég hef ekkert gert henni, hm.

*Það er auðvelt að gagnrýna sjálfan sig, hvað þá aðra. Það er öllum hollt að horfa líka á það sem er gott og gefa sér smá tíma í að leita að því áður en maður byrjar á óvæginni gagnrýni.
*Ég er sammála þeirri skoðun margra við lausn verkefna/vandamála að gott sé að byrja á því að vinna með styrkleika t.d. einstaklings, kannski hverfa flækjur viðkomandi bara við það. Oft eru menn hættir að sjá styrkleika sína.
*Stríðsátök inn á heimili eða við botn Miðjarðarhafs eru einkenni hroka og yfirgangs. Eiga allir að hugsa eins? Hver á meiri rétt en aðrir?
* Fyrirgefningin framkallar von við lausn vandamála.