Mynd Helga Sturlaugsdóttir

Stefnumótun í eigin lífi.

Við rekum okkur oft á í lífinu- enginn er fullkominn og maður tekur ekki alltaf "réttu" ákvörðunina. En hvað er rétt ákvörðun? Það er auðvelt að svekkja sig eftir á. Að fenginni reynslu, þá er gott að hafa einfalt markmið í huga. Að læra af reynslunni og reyna að vera betri maður í dag en í gær. Það er nauðsynlegt að hafa langtíma fókus á því hvað mann langar í lífinu en mig grunar að það sé jafnvel enn mikilvægara að taka eftir litlu sigrunum. Að mínu mati er gott að lifa með " Leið athyglinnar " eða vakandi athygli (kjarni Búddisma) þar sem við tökum meira eftir litlu sigrunum og njótum þar með betur hversdagslegu hlutina í lífinu. Fyrir bragðið getum við e.t.v. tekið áföllum og erfiðleikum af meira jafnaðargeði ? Almennt má segja að viðhorf okkar gagnvart verkefnum (áskorunum) lífsins ræður því hversu farsæll maður er. Ekki er hægt að skella "skuldinni" á neinn annan ef svo má að orði komast.

Hver vill ekki ná auknum árangri og verða ánægðari í einkalífi og starfi. Lífið er ekki alltaf auðvelt hvað þá sanngjarnt. Það er stundum talað um systurnar Sorgina, Sáttina og Gleðina sem hluti af lífinu, hluti af því að þroskast. Ekki loka systurnar af, spjöllum frekar við þær og lærum að lifa með þeim.
Mig langar til að byrja á því að vitna í hana Önnu Valdimarsdóttur sálfræðing úr grein "Sjálfsstyrking" :" Og að lokum er komið að því sem sjálfsagt er einna mikilvægast fyrir andlega líðan okkar- að læra að láta sér líða vel með sjálfum sér kostum sínum og göllum. Ef tilfinningar okkar í eigin garð mótast af ósanngjarnri gagnrýni, sjálfsásökunum og miskunnarlausri kröfuhörku um eigin getu er hætt við að tilfinningar okkar til annarra beri lit af því lífsviðhorfi. Hins vegar er full ástæða til að ætla að jákvæðar tilfinningar í eigin garð ali af sér umburðarlyndi og ánægjuleg samskipti við aðra".

" En við verðum að hafa hugfast að það er ekki einungis afskaplega erfitt að vera annar en maður sjálfur þegar til lengdar lætur, heldur þurfum við öll á því að halda að aðrir kunni að meta okkur fyrir það að vera einmitt við sjálf ".

Og hver vill ekki umgangast fólk með góða nærveru t.d. : Einhver sem nennir að hlusta/sýnir áhuga... *Sýnir samkennd/samúð og hlýju... *Er ekki of upptekinn af sjálfum sér... *Dæmir ekki... *Viðkomandi er til staðar, skynjar tilfinningastraumana í kringum sig...

Öll erum við ólík og mis fullkominn ef svo má að orði komast. Virðum skoðanir fólks og sýnum hvert öðru tillitssemi, það kostar ekkert annað en þolinmæði.

"Guð gefi mér æðruleysi til þess að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli " ( Reinhold Niebuhr )

Ráð til að verða vansæll (til að varast að sjálfsögðu) ( Det ar aldrig kört,heimild. )

  • Væntu þess að aðrir geri þig hamingjusamann.
  • Kenndu öðrum um ófarir þínar.
  • Notaðu orðin " bara ef " eins oft og þú getur þegar um tíma, peninga eða vini er að ræða.
  • Berðu það sem þú átt saman við aðra.
  • Vertu alltaf alvarlegur.
  • Reyndu ávallt að gera öðrum til geðs.
  • Segðu aldrei nei.
  • Hjálpaðu öðrum en leyfðu aldrei öðrum að hjálpa þér.
  • Met eigin þarfir sem minnst.
  • Ef einhver hrósar þér hristu það þá strax af þér.
  • Gagnrýni einhver þig miklaðu það þá fyrir þér.
  • Haltu öllum tilfinningum þínum innra með þér.
  • Leyfðu þér aldrei að breytast.
  • Vertu aldrei ánægður með minna en það sem er fullkomið.
  • Dveldu bara annað hvort í því liðna eða ókomna.

Annað :

  • Það er öllum holt að spyrja sig opinna spurninga eins og t.d. : " Hvað hef ég ánægju af að gera/upplifa? Í hverju er ég góð(ur)? Hvað framkallar óánægju ? Hvert vil ég stefna ? Hvernig get ég glatt aðra ? Hvernig get ég verið tillitssamari og sýnt meiri þolinmæði ?
  • Það er nauðsynlegt að hafa eitthvert leiðarljós og/eða markmið til að vinna að. Sumir vilja vera mjög kerfisbundnir og skrá samviskulega hjá sér og reyna að mæla árangurinn. Hér er hugbúnaður eða leið til þess, sjá heimasíður goalsontrack . key habits
  • Við eigum það til að reyna að grufla okkur í gegnum flækjurnar okkar, rökræða við okkur sjálf, oftast við slakan árangur. Núvitundin leggur m.a. áherslu á það að lifa í sátt við flækjurnar, þær eru þarna og óþarfi að reyna að leysa öll mál í hvelli. Við eigum ekki að forðast erfiðar tilfinningar. Yfirleitt er gott að grípa til öndunarinnar og hlusta ( í núinu ) og brjóta upp hugsanaferlið ( hugsanaskekkjuna ).
  • Ég mæli með bók Önnu Valdimarsdóttur Hugrækt og hamingja frá árinu 2014 sem liður í stefnumótun í eigin lífi, afskaplega skemmtileg og nærandi bók.
  • Það sem ég hef m.a. lært af reynslunni og haft að leiðarljósi er m.a. :
  • *Það er gott að trúa á hið góða í hverjum manni...... *Enginn er fullkominn/eins, losa sig við fordóma/dómhörku.... *Ekki einblína bara á veikleika einhvers, heldur fyrst og fremst styrkleika hans og reyna að efla enn frekar.....hverfa veikleikarnir við það? ( „villingurinn“ í skólanum) *Maður getur yfirleitt ekki breytt einhverjum, maður getur í raun eingöngu breytt viðhorfi sínu gagnvart viðkomandi. *Þjálfa sig í að læra að fyrirgefa sjálfum sér ( eigin dómharka ) og öðrum, framkallar von að lausn að vandamálum.... *Þjálfa sig í að reyna að vera en ekki bara að gera..( t.d. við eldhúsborðið...).Almennt gott að hafa í huga :
  • *Fyrirgefningin framkallar von við lausn vandamála. *Setjum okkur í spor annarra/horfum á lífið frá annarra augum sem lið í því að leysa verkefni/vandamál. *Tökum tillit til annarra. *Losum okkur við fordóma og dómhörku. *Flækjum ekki lífið að óþörfu. *Ekki sýnast vera einhver annar en þú ert. *Setjum okkur markmið en ekki of stór í einu. *Verum virk og til staðar fyrir samferðafólk sitt. *Það hafa allir sitt hlutverk í lífinu. Sinnum því vel og af áhuga það skilar sér í betra lífi.