Knattspyrnufélagið Kári. Gísla Gíslasyni frá KSÍ leiðist ekki að afhenda verðlaun.

Íþróttir/ Forvarnir

Ég hef haft mikla ánægju af því að starfa innan íþróttahreyfingarinnar ( Íþróttabandalag Akraness,ÍA ) og vera iðkandi í samtals um 40 ár.

Heilbrigð sál í hraustum líkama er göfugt markmið og almennt séð að ég held grunnurinn að farsælu lífi. Líklega þarf að stilla hugarvöðvana af áður en við komum okkur af stað í almenna hreyfingu. Eftir það má gera ráð fyrir að ferlið virki í báðar áttir, aukin hreyfing styrki ónæmiskerfið og létti samhliða sálina og öfugt.

Þegar árin í íþróttahreyfingunni á Akranesi ( ÍA ) eru gerð upp þá kemur upp í hugann þættir eins og :

· Íþróttir sameina samfélög. Ef maður er t.d. nýr í bæjarfélagi þá er gott að komast inní samfélagið í gegnum íþróttirnar.

· Vinnusemi, gleði og fórnfýsi þeirra sem halda úti öflugu íþróttastarfi við erfiðar aðstæður.

· Vinskapur og virðing sem skapast á meðal einstaklinga sem er meira virði en minningar um sigra og töp.

· Sjá kraftaverkin gerast t.d. þegar „erfiðir“ einstaklingar blómstruðu.

· Skilningur bæjaryfirvalda sé mikilvægur til að viðhalda hvata sjálfboðaliðanna. Enda „frítt“ vinnuafl bæjarins til að halda úti forvarnarstarfi í bænum.

· Þátttakendur í íþróttastarfi eru þverskurður landsmanna, sjálfboðaliðar og iðkendur, þess vegna er mikilvægt að skipuleggja starfið vel og koma í veg fyrir freistingar fólks bæði hvað varðar fjármál og misnotkun á einstaklingum.

· Persónulegir sigrar, agi, árangur, gaman, vinskapur, vinnusemi.

· Áhrif kvenna í daglegu starfi/skipulagi íþróttahreyfingarinnar mjög mikil og leiðandi en þær eru ekki eins áberandi í framlínu félaganna.

· Hógværð okkar að koma á framfæri mikilvægi íþróttahreyfingarinnar í samfélaginu. Starfið ekki metið að verðleikum.

· Íþróttir eru tekjuskapandi fyrir samfélagið. Eru stærsti ferðaiðnaðurinn t.d. á Akranesi. Þúsundir á ári koma í heimsókn á Skagann vegna íþróttanna og koma aftur og aftur...

· Íþróttahreyfingin búið til sterk efnaða einstaklinga sem fóru t.d. í atvinnumennsku í fótbolta. Auðveldað einstaklingum að fá skólastyrki í dýrum skólum erlendis.

· Íþróttir almennt efla einstaklinga í námi.

Íþróttir gegna mikilvægu forvarnargildi í lífinu/samfélaginu.

Hver er nú hugsanleg uppskrift að farsælu íþróttafélagi ?

· Kraftaverkin gerast t.d. þegar hópur af mismunandi karakterum kemur saman eins og eldhuginn, samviskusami bókarinn/gjaldkerinn, söguskrásetjarinn, metnaðarfulli þjálfarinn með sigurviljann í bland við ungmennafélagsandann og áhugasamir iðkendur og félagið með stuðning af samfélaginu. Sem sagt eins og góður vímulaus kokteill af einstaklingum sem blandast vel saman og bæta hvern annan upp. Alveg eins og í lífinu.

· Lög og reglur félagsins í takt við tímann.

· Almennar leikreglur og stefnumótun í takt við tímann. Markmið og stefnan skýr og einföld þ.e. hægt að fara eftir henni og í takt við raunveruleikann í starfinu.

· Faglegt starf í hávegum haft. Finna mælikvarða á gæðin í starfinu. Viðhafa opnar spurningar í starfinu. Hvernig getum við fjölgað farsælum ákvörðunum innan hreyfingarinnar, inná vellinum, í lauginni...o.sv.frv. ?

· Siðareglur og almenn gildi skráð og vel kynnt innan hreyfingarinnar og út á við og í takt við tímann ( uppfærðar ).

· Skráðir og opinberir viðeigandi ferlar til staðar um einstök verkefni t.d. eins og ferðalög, mót, æfingaferðir, slys, fordóma, brot á leikreglum, einelti, o.sv.frv.

· Boðleiðir og hlutverk einstaklinga skýrt.

· Allir stjórnarmenn séu upplýstir um stöðu mála hverju sinni enda ábyrgð sameiginleg á starfinu. Hluti af því að viðhafa fagleg mannleg samskipti.

· Stuðla að jákvæðu viðhorfi og þakklæti innan íþróttahreyfingarinnar.

· Stuðla að trausti og virðingu á milli manna.

· Auðvelt aðgengi og gagnsæi upplýsinga.

· Taka á fordómum. Hafa í huga að enginn er fullkominn og oft mæðir mikið starf á fáum innan hreyfingarinnar. Sem aftur getur haft neikvæð áhrif á gæðin í starfinu.

· Skilgreina hverjir eru hagsmunahópar íþróttahreyfingarinnar og sinna þeim á kerfisbundinn, faglegan og viðeigandi hátt, þ.e. iðkendur, sjálfboðaliðar, forráðamenn, fyrirtæki og einstakir styrktaraðilar, sveitarfélög, hið opinbera, samfélagið ( ímynd hreyfingarinnar ).

· Ekki selja sig styrktaraðilum fyrir hvað sem er. Ekki vanmeta vinnuframlag hreyfingarinnar til að efla samfélag sitt til stuðnings m.a. fyrirtækjunum.

· Ábyrg stefnumótun í fjárfestingum til lengri tíma með fyrirfram skilgreindar upphæðir í huga m.a. til að lágmarka rekstrarkostnað íþróttahreyfingarinnar.

Ýmsar heimasíður :

www.umfi.is

  www.isi.is

www.ia.is