Hamingja er heilbrigt viðhorf, þakklátur andi,
hrein samviska og hjarta fullt af kærleika.( Séra Karl Sigurbjörnsson, Æðruleysi )
Vangaveltur....:
- Það getur verið ágætis veganesti í byrjun dagsins að ímynda sér einhvern stað, þ.e. ef þú þarft á því að halda, þar sem þér líður vel og endurtaka í huganum t.d. jákvæð markmið dagsins.
- Vera búinn að skrifa þau á lítið blað til að hafa með sér í vasanum/töskunni. T.d. vil ég upplifa innri ró í dag í vinnunni eða ætla ég að upplifa deilur?
- Í lok dags er gott að rifja upp markmiðin og spyrja sig svo að því hvort maður sé sáttur með niðurstöðuna.
- Með því að endurtaka uppbyggjandi jákvætt hugarfar þá er maður kannski búinn að skapa farsælt líferni, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
- Öll sækjumst við eftir vellíðan/sálarró í lífinu og hvernig við nálgumst það er háð sérvisku hvers og eins.
- Sumum nægir að fara bara í bió, sund, kirkju, hugleiða, líkamsrækt, jóga, lesa góða bók o.s.frv.
- Aðrir þurfa kannski ráðgjöf til að átta sig betur á lífinu og tilverunni.
- Hugleiddu í hvaða tíð viltu nýta þinn takmarkaða tíma, fortíð, nútíð eða framtíð? Hvar ert þú til staðar fyrir þig og þína?
Það er ekki sjálfgefið að fæðast í toppþjálfun í því að bregðast rétt við áföllum eða óhöppum. Það krefst æfingar/þjálfunar að taka "rétta" ákvörðun og vinna sig út úr erfiðum aðstæðum. Það er oft við slíkar aðstæður sem við skilgreinum verðmæti lífsins upp á nýtt. Oft erum við búinn að setja okkur mörg markmið í lífinu sem aftur veldur því að nálgunin verður óljós og flókin og árangurinn verður eftir því, einföldum markmiðin, höfum þau færri. Öll sækjumst við eftir innri ró/vellíðan og leiðin að því er ekki endilega auðveld. Óttinn um ranga ákvörðun í fortíðinni og áhyggjur af framtíðinni er ekki beint til að skapa innri ró, sömuleiðis stöðugar illdeilur þar sem ekkert er gefið eftir o.sv. frv. Ef maður er virkur og farsæll innan um vini, fjölskyldu og vinnufélaga þá eru líkur á því að þú hafir öðlast innri ró. Ákvarðanatakan er í takt við þína innri yfirvegun.
Til að skapa sér vellíðan þá þarf maður að rækta ástina/væntumþykjuna, heilsuna, einlægni, heiðarleika og læra að fyrirgefa. Hættum að dæma aðra og sýna fordóma, hlustum á samvisku/magatilfinningu okkar og temjum okkur jákvæða hugsun og leitum lausna en ekki að eyða orkunni í eitthvað sem var og hugsanlega verður, öðru vísi ertu ekki til taks hjá fjölskyldunni og óánægja og ótti magnast innan hennar.
saa.is ljósið heilsuborg hugarfrelsi
Stutt myndband með Allan Watt : What if money were no object?