Stuðningur og Ráðgjöf.

Ég heiti Sturlaugur Sturlaugsson og er viðskiptafræðingur að mennt. Ég er með starfs-/lífsreynslu úr heimi sjávarútvegs sem stjórnandi hjá HB & Co og HBGranda hf., banka sem útibússtjóri hjá Landsbankanum og íþrótta/forvarna sem sjálfboðaliði þar af formaður ÍA ( Íþróttabandalagi Akraness www.ia.is) í 15 ár samfellt. Frá 2012-2018 hef ég verið m.a í sölu- og markaðsmálum Skagans hf. á Akranesi. Frá árinu 2015 hef ég verið mikið í verkefnum tengt sjávarútvegi í Rússlandi. Ég starfa nú sem Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk ( 16-24 ára ) Þar gefst einstaklingum tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða fyrir áframhaldandi nám. Ég sit þó enn í stjórn Sjávarútvegsráðstefnunnar við það að undirbúa málstofur fyrir um 1000 manna ráðstefnu sem verður haldin í Hörpu daganna 15-16. nóv. 2018 og í Fagráði iðnaðar og þjónustu hjá Íslandsstofu mér til ánægju og fróðleiks.

Ég lauk eins árs HAM- námi júní 2013, þ.e.a.s. undirstöðuatriði í hugrænni atferlismeðferð við EHI. "HAM" fjallar m.a. um að leiðrétta hugsanaskekkjur einstaklinga til að koma í veg fyrir óvirkni einstaklingsins, leið til að auka vellíðan hans.

Ég er engum háður, að ég held sanngjarn og góður hlustari. Ég tek ekki lengur að mér ráðgjöf/verkefni fyrir fyrirtæki/stofnanir/bæjarfélög og einstaklinga. Ég hef sótt mörg námskeið undanfarin ár er snúa að styrkingu/hegðun/ákvörðunartöku einstaklingsins og rekstri fyrirtækja. Eins og t.d. Íþróttasálfræði (EHI)/Stefnumótun í eigin lífi (EHI)/Lausnarmið nálgun í lifi og starfi (EHI)/Coaching (HR)/Breytingarstjórnun (EHI)/ Sameiningar fyrirtækja (EHI)Arðsemisútreikningar (EHI) svo eitthvað sé nefnt.

Ég tók ýmis verkefni að mér en geri ekki lengur.Ég vona að heimasíðan komi samt að góðum notum. Ég vann að ýmsum verkefnum fyrir fyrirtæki/stofnanir/bæjarfélög og einstaklinga eins og t.d. :

  • Vinna að sölu- og markaðsmálum sem verktaki.
  • Að leiða breytingar, breytingarstjórn í fyrirtækjum/stofnunum/bæjarfélögum.
  • Að vera sáttasemjari hvort sem það er tengt einstaklingum/fyrirtækjum/stofnunum/bæjarfélögum.
  • Vinna að hagsmunaskiptum/samvinnu/sameiningu.
  • Stefnumótun í lífi einstaklings eða fyrirtækis.
  • Fer yfir starfsmannamálin/stjórnunarstíl/fyrirtækjamenningu
  • Stuðla að hvatningu/vellíðan starfsmanna.
  • Afleysingar í fyrirtækjum hjá fólki í stjórnunarstörfum.
  • Aðstoða einstaklinga við að ná betur utan um fjármál sín.
  • Held erindi/stutta fundi um einstök málefni tengt t.d. hvenær eru meiri líkur en minni á því að við tökum farsæla ákvörðun.
  • Verkefnastjórnun.
  • Aðstoða við að auglýsa eftir starfsfólki og vinna úr umsóknum.

Áherslur sem gott er að hafa í huga í rekstri....

  • Hver er sýnin til skemmri og lengri tíma? Hvert viljum við stefna?
  • Fjármögnun þarf að vera í takt við umfang. Þó svo félag skili hagnaði þá getur lausafjárstaðan verið óviðunandi sem gæti leitt til þess að reksturinn stöðvast. Hagnaður gæti t.d. verið bundinn í birgðum.
  • Hver er fjárfestingarþörf til skemmri og lengri tíma?
  • Hver er samkeppnisstaðan? Er þörf á samvinnu/hagsmunaskiptum/sameiningu. Hvert er tækni- framleiðni-og þróunarstig félagsins?
  • Er félagið með öflugan og ánægðan mannauð? Er starfsfólkið meðvitað um hlutverk sitt og stefnu félagsins. Eru boðleiðir skýrar?
  • Hvenær tekur maður farsæla ákvörðun í lífinu? Líklega þegar maður er í góðu jafnvægi, innri ró til staðar, sáttur með umhverfi sitt og stöðu og ákveðinn grunngögn til staðar sem hægt er að sækja/meta á hverjum tíma.
  • Lausnin liggur fyrst og fremst hjá þér sjálfum eða starfsmönnum með hugsanlegum stuðningi frá öðrum.
  • Forðist að skapa óvissu á meðal starfsmanna. Það getur gert þá óvirka í starfi og í heimilislífi.
  • Ef mannabreytinga er þörf innan fyrirtækis þá er betra að stilla strax upp "stjórnunarliðinu" til að slá á óþarfa spennu og koma í veg fyrir stefnu-/stjórnleysi.

Ýmis fyrirtæki hér fyrir neðan til að skoða þar sem hægt er að sækja sér þekkingu :

Skaginn3x.com knarrmaritime.is Valka.is marel.is HBGrandi.is Samherji.is Fisk.is

capacent.is hagvangur.is ritari.is kontakt.is goalsontrack.com 

IDACADEMY.DK Haraldarhus.is

Mynd af þróunarteymi hjá Skaginn3X um borð í Akurey. Skaginn3X hópur með skýran fókus. Mynd að neðan sýnir stjórnendahóp hjá Polar sea í Murmansk.