Sigurviljinn, skýr Fókus og vinnusemi skilar árangri....Una og Ingólfur hjá Skaginn3X...

Fyrirtæki

Áherslur í rekstri.

Þeir sem ná árangri í rekstri eða lífinu eru m.a. þeir sem sýna einbeittan Fókus og ástríðu í starfi, stunda nýsköpun og einfaldlega vinna fleiri vinnustundir en keppinauturinn. Þannig hafa menn möguleika á því að máta keppinautinn.

Samkeppnishæf vara og þjónusta og farsæl fyrirtækjamenning er lykillinn að því að ná árangri. Samhliða því þá þurfa gæðin á vörunni og þjónustunni að vera umfram væntingar kaupandans. Sömuleiðis þá þarf að ganga úr skugga um það að kaupandi vöru sé vel upplýstur við kaup vörunnar um virkni hennar eða lausnarinnar. M.a. til að koma í veg fyrir óþarfa eftirmála. Það er einnig mikilvægt m.a. að velta þeirri spurningu upp : Hvernig get ég stuðlað að farsælum daglegum ákvörðunum starfsmanna minna ? Hvað þarf til ?

Hluti af því er að skapa fyrirtækjamenningu og segja fyrirtækja sögu, minnast sigrana/töpin og læra af þeim og stuðla að samstöðu, trausti og virðingu á meðal starfsmanna fyrirtækis. Gera starfsmanninn stoltan af störfum sínum og fyrirtækinu. Þetta er líka liður í því að skapa traust hjá viðskiptamönnum til að auðvelda sölu númer tvo til sama viðskiptamanns/fyrirtækis.

Það eru teknar margar ákvarðanir pr.dag í einu fyrirtæki. Þá er eins gott að starfsmenn þess séu rétt stefndir þegar hún er tekin. Það hefur bein áhrif á rekstur og efnahag og framtíð fyrirtækisins.

Ef á annað borð þú átt samkeppnishæfa vöru/lausn til að bjóða þá er heimurinn undir og tækifærin þar með endalaus. En þú þarft að hafa fyrir því að nýta og sækja tækifærin, þá er gott að styðjast við stuðning margra.

Almennt :

 • Hver er sýnin til skemmri og lengri tíma? Hvert viljum við stefna?
 • Fjármögnun þarf að vera í takt við umfang. Þó svo félag skili hagnaði þá getur lausafjárstaðan verið óviðunandi sem gæti leitt til þess að reksturinn stöðvast. Hagnaður gæti t.d. verið bundinn í birgðum.
 • Hver er fjárfestingarþörf til skemmri og lengri tíma?
 • Hver er samkeppnisstaðan? Er þörf á samvinnu/hagsmunaskiptum/sameiningu. Hvert er tækni- framleiðni-og þróunarstig félagsins?
 • Er félagið með öflugan og ánægðan mannauð? Er starfsfólkið meðvitað um hlutverk sitt og stefnu félagsins. Eru boðleiðir skýrar?
 • Hvenær tekur maður farsæla ákvörðun í lífinu? Líklega þegar maður er í góðu jafnvægi, innri ró til staðar, sáttur með umhverfi sitt og stöðu og ákveðinn grunngögn til staðar sem hægt er að sækja/meta á hverjum tíma.
 • Lausnin liggur fyrst og fremst hjá þér sjálfum eða starfsmönnum með hugsanlegum stuðningi frá öðrum.
 • Forðist að skapa óvissu á meðal starfsmanna. Það getur gert þá óvirka í starfi og í heimilislífi.
 • Ef mannabreytinga er þörf innan fyrirtækis þá er betra að stilla strax upp "stjórnunarliðinu" til að slá á óþarfa spennu og koma í veg fyrir stefnu-/stjórnleysi.

Hér fyrir neðan má sjá leiðandi fyrirtæki í nútimatækni í sjávarútvegi á heimsvísu ásamt ritari.is sem ég tók þátt í að þroska og þróa....:)

Skaginn3x.com

knarrmaritime.is

Valka.is

Marel.is

Ritari.is

Frá 2012-2018 hef ég verið í sölu- og markaðsmálum Skagans hf. á Akranesi. Ég hef verið töluvert í Rússlandi, aðallega uppí Murmansk undanfarin ár m.a. við innleiðingu og uppbyggingu á landvinnslu. Ég er engum háður og að ég held sanngjarn og góður hlustari.

Í dag starfa ég sem Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Höfuðborgarsvæðinu og tek ekki lengur að mér ráðgjöf eða sjálfstæð verkefni.

Ég tók ýmis verkefni að mér fyrir fyrirtæki/stofnanir/bæjarfélög og einstaklinga en geri ekki lengur eins og t.d. :

 • Vinna að sölu- og markaðsmálum sem verktaki.
 • Að leiða breytingar, breytingarstjórn í fyrirtækjum/stofnunum/bæjarfélögum.
 • Að vera sáttasemjari hvort sem það er tengt einstaklingum/fyrirtækjum/stofnunum/bæjarfélögum.
 • Vinna að hagsmunaskiptum/samvinnu/sameiningu.
 • Stefnumótun í lífi einstaklings eða fyrirtækis.
 • Fer yfir starfsmannamálin/stjórnunarstíl/fyrirtækjamenningu
 • Stuðla að hvatningu/vellíðan t.d. lykil starfsmanna.
 • Afleysingar í fyrirtækjum hjá fólki í stjórnunarstörfum.
 • Aðstoða einstaklinga við að ná betur utan um fjármál sín.
 • Held erindi/stutta fundi um einstök málefni tengt t.d. hvenær eru meiri líkur en minni á því að við tökum farsæla ákvörðun.
 • Verkefnastjórnun.
 • Aðstoða við að auglýsa eftir starfsfólki og vinna úr umsóknum.