Mynd Helga Sturlaugsd.

Hvað er stuðningur.is?

Heimasíðan Studningur.is á að fjalla um fólk og benda á viðhorf/leiðir til að bæta ákvörðunartöku og samskipti okkar í lífinu. Samhliða reyni ég að miðla af lífsreynslu minni sem bróðir, eiginmaður, faðir, afi, sjálfboðaliði, almennur starfsmaður og stjórnandi. Heimasíðan er líka viðleitni mín til að fjölga farsælum eigin ákvörðunum. Enginn er fullkominn og ég vil læra af mistökum mínum. Heimasíðan er einföld og e.t.v. barnslega einlæg en það verður þá bara að vera svo, " ekki slys á mönnum " eins og Haraldur bróðir segir oft.

Ég heiti Sturlaugur Sturlaugsson og er viðskiptafræðingur að mennt. Ég er með starfs-/lífsreynslu úr heimi sjávarútvegs sem stjórnandi hjá HB & Co og HBGranda hf., banka sem útibússtjóri hjá Landsbankanum og íþrótta/forvarna sem sjálfboðaliði þar af formaður ÍA ( Íþróttabandalagi Akraness ) í 15 ár samfellt. Frá 2012-2018 hef ég verið m.a í sölu- og markaðsmálum Skagans hf. á Akranesi. Frá árinu 2015 hef ég verið mikið í verkefnum tengt sjávarútvegi í Rússlandi.

Ég starfa nú sem Forstöðumaður Fjölsmiðjunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk (16-24 ára). Þar fá einstaklingar tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða fyrir áframhaldandi nám. Fjölsmiðjan hóf starfsemi árið 2001. Stofnaðilar eru Rauði krossinn, Félagsmálaráðuneytið, Vinnumálastofnun og sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu.

Sidsel Torp vinur minn greindist með krabbamein fyrir mörgum árum og kom hingað til Íslands árið 2007 með sínum bestu vinum til að kveðja okkur hjónin þar sem hún átti skv. læknum bara nokkra mánuði eftir í þessu lífi. Sidsel dó í ágúst 2014, sjö árum síðar, hún var mér mikil hvatning í lífinu m.a. vegna dugnaðar, áræðni og baráttu-/lífsgleði sína. Það er m.a. hennar vegna sem studningur.is verður til.

Hugmyndin

Hugmyndin með stuðningur.is er fyrst og fremst viðleitni mín til að veita hvatningu eða benda á leiðir/hugarfar sem hugsanlega stuðla að lausn við hinum ýmsu verkefnum sem hver og einn er að fást við á degi hverjum hvort sem það tengist lífinu og tilverunni eða beinum rekstri. Það er til gígantísk þekking sem byggð er á rannsóknum á því hvernig við getum bætt okkar persónulega líf og þar með líf annarra í leiðinni. Ég held að við getum nýtt þekkinguna mun betur en við gerum alveg eins og við nýtum nútíma þekkingu/tækni eftir því sem hún þróast. Fyrirtæki/samfélög eru tengd tilfinningum fólks með mismunandi hæfileikum, menntun, lífsreynslu og þar með viðhorfi. Það er ekki auðvelt að beisla alla þessa orku sem myndast í samfélagi manna. Besta leiðin í mínum huga er að nýta rannsóknir á hegðun og lífsreynslu fólks til að mynda fyrirmyndar samfélög. 

Það eru alltaf til leiðir út úr öllum vanda eða til að sækja fram, alveg sama hversu flókin dæmin eru. Aðalatriðið er að gefast aldrei upp í leitinni, jákvætt og lausnarmiðað hugarfar skapar kraftinn í leitinni. Lífið hefur kennt mér ýmislegt og ég hef sótt mörg námskeið og kynnt mér efni sem tengist því að benda á hugsanlegar leiðir/viðhorf til að fjölga farsælum ákvörðunum okkar í lifinu. Efnið á vefnum og efnistök byggist m.a. á þessari leit minni. Eins árs HAM nám hjá EHÍ var mér mikil hvatning sem leitt var af Önnu Vladimarsdóttur sálfræðingi. Sömuleiðis voru námskeið hjá Árelíu E. Guðmundsdóttur og Helgu Þórðardóttur mjög ánægjuleg og sömuleiðis hvetjandi. Ég sótti líka námskeið í Íþróttasálfræði og Coaching hjá HR. o.fl. Og segja má að lífsreynsla mín, lífsviðhorf og hvatning frá ofangreindum aðilum safnist saman á þessari síðu sem vonandi nýtist sem flestum. 

Aðsent efni

Það hafa allir einhverja uppbyggjandi reynslusögu að segja í hnotskurn, sem inniheldur hvatningu og stuðlar að bættri ákvörðunartöku okkar hinna. Mig langar til að koma ykkar sögu/reynslu inná studningur.is með því að hafa einn slíkan dálk hér á síðunni.

Við komum með hugmynd að flokkun á efninu sem við að sjálfsögðu getum breytt eftir eftirspurn eða eftir því hvernig vefsíðan þroskast í takt við tímann. Það er hægt að sækja sér stuðning/þjónustu víða í þjóðfélaginu en því er dreift út um allt án þess að við höfum hugmynd um það.

Endilega komið með hugmynd/efni sem hæfir síðunni studningur.is. a.m.k. skemmtilegar og hvetjandi heimasíður sem gætu átt heima á studningur.is.

Ég er nú hættur allri ráðgjöf, nema eðlilega inná mínum vinnustað í dag en áður veitti ég Stuðning og Ráðgjöf fyrir einstaklinga/fyrirtæki/stofnanir/sveitarfélög með fókus m.a. á :

Rekstur og efnahag

Stefnumótun í rekstri/eigin lífi

Sölu og markaðsmál

Þjónustu

Gæði, nýtingu, afköst, verð

Verkefnastjórnun ( eða stök verkefni )

Fyrirtækjamenningu

Mannauðsmál

Leiðir til að fjölga farsælum ákvörðunum einstaklinga/starfsmanna/stjórnenda

Hvatningu

Viðhorf

Núvitund

Leiðir til að leiðrétta hugsanaskekkjur ( HAM )

Forvarnir/Íþróttir

Víðtæk stjórnunar- og lífsreynsla. Nánar á www.studningur.is

Sturlaugur Sturlaugsson Cand. Oecon./ Viðskiptafræðingur

Sími +354 8960162

Sturri@studningur.is

Uppl. á www.linkedin.com

Ég var m.a. í samstarfi við :

www.skaginn3x.com ( sturri@skaginn3x.com )

www.knarrmaritime.is ( sturri@skaginn3x.com )

Ritari.is ( sturri@ritari.is )

Frekari uppl.um Sturlaugur Sturlaugsson má finna inná linkedin.com