Góð heilsa er eitt það dýrmætasta sem völ er á, klisjukennt en samt staðreynd.
Skv. alþjóðlegum samanburði þá er Íslenska þjóðin með þeim hamingjusömustu í heimi sem byggist e.t.v. á farsælum hagsmunaskiptum atvinnu- og fjölskyldulífs og hollu lífsviðhorfi íslendinga. Meðalaldur íslenskra kvenna er sagður vera 83.6 ár en karla um 80.6 ár. Franskar konur er elstar í heiminum þó ekki langt á undan þeim íslensku. Meðalaldur karla í Eystrasaltslöndunum er sagður vera á milli 66-68 ára.
Skv. rannsóknum þá er beinlínis lífshættulegt að umgangast neikvætt " vont " fólk. Það er eins gott að stilla sig af á morgni dags svo maður skaði ekki neinn....:)
Það er ekki sama hvernig við vöktum og ræktum líkama og sál. Það er marg sannað að við framleiðum okkar eigin náttúrulega gleðigjafa (lyf) með aukinni hreyfingu sem beint/óbeint hjálpar/auðveldar okkur að taka réttari ákvarðanir í lífinu.
Er ekki hugsanlegt að öðlast innri ró þegar líkami og sál eru í góðu jafnvægi, í ásættanlegu formi.
Ég held að allir stefni að innri ró í sínu lífi, við slíkt ástand er maður hvað virkastur í lífinu og dreifir vellíðan út um allt..
Sjá neðar ýmsar heimsíður...
Reynslusaga um sjálfskaparvíti.
Hreyfing borgar sig og getur komið í stað lyfja. Því miður eru alltof margir sem lenda í því að kljást við sjúkdóma sem nútíma lækningar hafa ekki fundið viðeigandi lausn á. Svo eru það einstaklingar eins og ég og svo margir aðrir sem hafa bara farið illa með líkama og sál með ofáti og stresslegri hugsun. Árið sem ég var 49 ára gamall var ég of feitur, með of hátt kólesterol, bullandi gyllinæð og tilheyrandi gígantískum sársauka og blóði, drepast í bakinu og þreklaus. Ég hálf kveið fyrir því að vakna á morgnanna. Bakið var vonlaust og ekki gat ég klætt mig í fötin eða farið á salerni af ótta við að þurfa sitja þar fastur með hljóðum, það sem eftir var dagsins nema að vera búinn að ganga um húsið og liðka skrokkinn. Ég var stöðugt í nuddi og farinn að taka inn lyf við mínum kvillum. Þetta ástand á mér var nú ekki beint til að auðvelda lífið og tilveruna.
Ég bjó til nýjan lífstíl þar sem ég fann að mér leið vel af. Ég hafði engu að tapa.
Breytti aðeins um matarræði og spáði aðeins meira í það sem ég ætti að borða, vigtaði mig vikulega, hreyfði mig 3-5 í viku á fjölbreyttann háttinn, einkaþjálfun, sund, spinning og kraftgöngu með litlu handlóðunum mínum...:). Árangurinn stóð ekki á sér og fyrr nefndir kvillar eru á bak og burt.