
Liðsheildin....
Guðmundur Páll Jónsson
Liðsheildin
Allt lífið er maður samstarfsmaður fólks. Allt lífið er maður hluti af liðsheild. Nauðsynlegt er að skiptast á skoðunum því það getur verið hreyfiafl nýrra lausna, tækifæra og bætt líðan fólks. Í samræðu liðsheildarinnar er hlustun nauðsynleg. Maður á alltaf að tala af virðingu til fólks og aldrei af hroka eða tala niður til nokkurs manns.
Þetta verða allir í liðsheildinni að tileinka sér sem mikilvægt skref í að bæta árangur, - í fjölskyldunni, íþróttinni, vinnunni og félagsstarfinu. Liðsheildin er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn í samskiptum fólks.
Guðm. Páll Jónsson